Afgangs þorramatur í boði

Ýmist unaðslegt eða ógeðslegt
Ýmist unaðslegt eða ógeðslegt

Í dag var hvers konar matur í boði fyrir nemendur. Auk þess að bjóða upp á skyr og skyrsúpu og íslenska kjötsúpu þá bauðst nemendum að smakka afgangs þorramat sem var boðið upp á á þorrablótinu í gærkveldi.

Sumum fannst maturinn bragðast með ágætum á meðan aðrir fúlsuðu yfir ólykt og skemmdum mat. Það er mikilvægt að kynna söguna og menninguna á bak við súr, reyk og aðrar gamlar geymsluaðferðir sem Íslendingar og aðrar þjóðir notuðu til að geyma matinn sinn.


Athugasemdir