Árshátíð úti á Hawaii

Veislustjóri kvöldsins á sviði
Veislustjóri kvöldsins á sviði

Árshátíð unglinganna okkar fór fram með sóma í gærkveldi í Sal skólans. Þar koma nemendur áttunda, níunda og tíunda bekkjar saman ásamt starfsfólki, skemmta sér, hlæja og borða góðan mat. Hver árgangur var með skemmtiatriði auk þess sem starfsfólk bauð upp á eitt atriði. Fyrirkomulag hátíðarinnar er í nokkuð föstum skorðum og komin venja á hana. Nemendur skipulögðu hana sjálf venju samkvæmt undir leiðsögn starfsmanns sem var Arnór Aðalsteinn Ragnarsson að þessu sinni.

 

Veislustjóri kvöldsins var Arnþór Þórsteinsson og Skólamötuneyti Húsavíkur reiddi fram veislumat, lamba-prime og súkkulaðikaka í eftirrétt. Stemningin var suðræn og einskonar Hawaii gleði í Salnum og leit hann skemmtilega út. Dj. ZidNär þeyttu svo skífum frameftir kvöldi. Nemendur virtust skemmta sér og stóðu þeir sig með sóma. Takk fyrir skemmtunina krakkara.


Athugasemdir