Áttundi blótar Þorra

Atriði foreldra vekja gjarnan lukku
Atriði foreldra vekja gjarnan lukku
Þorrablót áttunda bekkjar var haldið með pompi og prakt í gærkveldi, fimmtudagskvöld. Hefð er fyrir því að nemendur bjóði foreldrum sínum og forráðamönnum á blótið. Vikan fyrir þorrablótið er nýtt til undirbúnings.

Þorrablót áttunda bekkjar var haldið með pompi og prakt í gærkveldi, fimmtudagskvöld. Hefð er fyrir því að nemendur bjóði foreldrum sínum og forráðamönnum á blótið. Vikan fyrir þorrablótið er nýtt til undirbúnings.

Veislustjórar skipulögðu dagskrá blótsins. Það þurfti að hanna og útbúa skreytingar. Semja og taka upp skemmtiatriði. Undirbúa salinn og raða gestum niður á borð. Einnig þurfti að hengja upp auglýsingar og finna vinninga í happdrætti. Einn hópur var með myndavélina á lofti alla vikuna að taka vinnuna upp. Að afloknu blóti er haldið diskó og nemendur sáu sjálfir um að útbúa lagalista. Inn á milli nefndastarfa var stiginn dans, sungið og farið í heimssókn í Norðlenska og smakkaður þorramatur. Við þökkum þeim fyrir að taka á móti nemendum.

Allt gekk glimrandi vel og nemendur stóðu sig með stakri prýði við undirbúning og eins á blótinu sjálfu. Foreldrar eru jafnn með skemmtiatriði þar sem sýndar eru gamlar fermingarmyndir og atriði á sviði. Þar var bros á hverju andliti. Eftir borðhald var stiginn dans þar sem foreldrar dönsuðu við börnin sín og einstaka kennari laumaði sér með í dans. Eftir gömlu dansana var diskó og nýttu nemendur það sem eftir var orkunnar í það. Vel heppnað blót í alla staði.


Athugasemdir