Bernd og brúðurnar

Bernd með brúðurnar
Bernd með brúðurnar
Nemendur fyrsta til þriðja bekkjar fengu skemmtilega heimsókn í skólann. Þeir fóru á brúðuleikhússýningu frá Bernd Ogrodnik. Sömuleiðis komu elstu nemendur Grænuvalla í heimsókn í skólann til að fara á sýninguna. En það er Þjóðleikhúsið sem býður nemendum upp á þessa sýningu sem fangaði athygli allra gesta, bæði bæði nemenda og kennara.

Nemendur fyrsta til þriðja bekkjar fengu skemmtilega heimsókn í skólann. Þeir fóru á brúðuleikhússýningu frá Bernd Ogrodnik. Sömuleiðis komu elstu nemendur Grænuvalla í heimsókn í skólann til að fara á sýninguna. En það er Þjóðleikhúsið sem býður nemendum upp á þessa sýningu sem fangaði athygli allra gesta, bæði bæði nemenda og kennara.

Bernd Ogrodnik er einn af fremstu brúðuleikhúsmönnum samtímans. Auk þess að semja flest sín verk og leika, þá býr hann til allar brúðurnar í sýningunum, gerir leikmyndir og semur og flytur tónlist.

Bernd hefur ferðast til um 30 landa um allan heim með brúðuleiksýningar sínar og haldið fræðsluerindi á alþjóðlegum leiklistarhátíðum, ráðstefnum og í listaháskólum. Hann hefur gert brúður af ýmsu tagi fyrir ýmis leikhús víða um heim, sem og fyrir sjónvarp og kvikmyndir.

Bernd er fæddur í Þýskalandi en hefur búið hér á landi síðustu áratugi.

Nemendur hlógu mikið og skemmtu sér konunglega.


Athugasemdir