Björt í sumarhúsi

Þær Hrönn & Vala á sviðinu.
Þær Hrönn & Vala á sviðinu.

Elstu nemendur Grænuvalla komu í heimsókn í morgun og fóru ásamt nemendum í fyrsta, öðrum og þriðja bekk á leiksýninguna Björt í sumarhúsi í Salnum. Verkið er söngleikur fyrir börn eftir Elínu Gunnlaugsdóttur við texta Þórarins Eldjárns sem byggir á ljóðum úr bókinni ,,Gælur, fælur og þvælur”.

Textar og ljóð Þórarins Eldjárns eru fagurt dæmi um kjarnyrta íslensku og kennir okkur um fjölbreytileika tungumálsins. Söngleikurinn kemur jafnframt inn á þjóðtrú um drauga og óvætti, og þjóðlagið ,,Það var barn í dalnum” er sungið í sýningunni. Lifandi tónlistarflutningur á sviðinu er  mikilvægur þáttur í sýningunni og tónlistin létt og leikandi.

Verkið er styttra og minna umfangs en upphaflegi söngleikurinn. Flytjendur eru nú tveir, söngvari og píanisti.  Björt segir söguna, leikmunir eru í einni ferðatösku sem hún kemur með inn á sviðið. Um leið og hún segir sögu af því þegar hún fór í sumarbústað með afa og ömmu tínir hún eitt og annað upp úr töskunni t.d. fiskiflugu og kónguló. Báðir flytjendur taka þátt í sprellinu á sviðinu með ýmsum hætti.


Athugasemdir