Blóta þorrann í heilbrigði og velferð

Nemendum í skylduvaláfanganum heilbrigði og velferð á unglingastigi er gefinn kostur á að kynnast alls konar matarmenningu. Í dag var Þorrinn kynntur fyrir þeim og fór mestur hluti tímans í að smakka á þorramat af ýmsu tagi. Á boðstólnum voru einar tólf tegundir af þorramat; súr, kæstur, þurrkaður og nýr ásamt því að nemendur fengu eitt staup af mysu með.

Nemendum í skylduvaláfanganum heilbrigði og velferð á unglingastigi er gefinn kostur á að kynnast alls konar matarmenningu. Í dag var Þorrinn kynntur fyrir þeim og fór mestur hluti tímans í að smakka á þorramat af ýmsu tagi. Á boðstólnum voru einar tólf tegundir af þorramat; súr, kæstur, þurrkaður og nýr ásamt því að nemendur fengu eitt staup af mysu með.

Óhætt er að segja að fyrri reynsla þeirra af þorramat hafi verið misjöfn, sumir höfðu smakkað á flestu meðan aðrir höfðu ekki smakkað á neinu. Allir prófuðu nemendur eitthvað af matnum og sumir fóru langt út fyrir þægindarammann sinn og smökkuðu á öllu sem í boði var. Stemningin var rafmögnuð og viðbrögðin oft og tíðum hreint stórkostleg. Ljósmyndari skólans var á staðnum og reyndi eftir fremsta megni að fanga viðbrögð og svipbrigði nemendanna.

 

Myndir má sjá HÉR.


Athugasemdir