Borgarhólsskóli í Skólahreysti

Lið Borgarhólsskóla í Skólahreysti
Lið Borgarhólsskóla í Skólahreysti
Skólahreysti hefur verið haldið síðan árið 2005. Hjónin Andrés Guðmundsson og Lára B. Helgadóttir eru frumkvöðlar að keppninni sem snýst um alhliða íþróttaupplifun byggð á almennri íþróttakennslu. Um er að ræða heilbrigða keppni milli skóla landsins þar sem bæði einstaklingsframtakið og liðsheildin skipta máli.

Skólahreysti hefur verið haldið síðan árið 2005. Hjónin Andrés Guðmundsson og Lára B. Helgadóttir eru frumkvöðlar að keppninni sem snýst um alhliða íþróttaupplifun byggð á almennri íþróttakennslu. Um er að ræða heilbrigða keppni milli skóla landsins þar sem bæði einstaklingsframtakið og liðsheildin skipta máli.

Um 40 skóla hringinn í kringum landið bjóða upp á skólahreysti sem hluta af skyldunámi og þannig er því fyrirkomið í Borgarhólsskóla. Í dag fór fram Skólahreysti á Norðurlandi í Íþróttahöllinni á Akureyri. Þau Alex Jónsson, Elfa Mjöll Jónsdóttir, Elmar Aðalsteinn Friðriksson og Sylvía Lind Henrýsdóttir skipa lið skólans. Sömuleiðis er liðið skipað tveimur varamönnum, þeim Heimi Mána Guðvarðssyni og Hildi Önnu Brynjarsdóttur. Þjálfari liðsins er Guðrún Einarsdóttir, íþróttakennari.

Keppt er í upphífingum, armbeygjum, dýfum, hreystigreip og hraðabraut. Lið Borgarhólsskóla skipaði að lokum fjórða sæti af tíu. Vel gert Borgarhólsskóli. Krakkarnir stóðu sig reglulega vel og voru skólanum sínum og samfélagi til sóma. Sömuleiðis fór vösk sveit nemenda á unglingastigi til að horfa á keppnina, hvetja og styðja sitt lið.

Skólahreysti er viðurkennd af og nýtur opinbers stuðnings menntamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis,  norrænu ráðherranefndarinnar, Íþrótta & Ólympíusambands Íslands og sveitarfélaga.

Allir tilbúnir í keppnina

Alex Jónsson gerði sér lítið fyrir og sigraði í dýfum


Athugasemdir