Búkolla & þakklæti

Nemendur fyrsta bekkjar fást við allskonar samhliða því að aðlagast breyttu skólahaldi. Hver dagur byrjar á bekkjarfundi og í liðinni viku var unnið með hrós og þakklæti. Nemendur skrifuðu færslu í þakklætisbókina sína og teiknuðu mynd. Þeir voru sömuleiðis að fást við þjóðsöguna um Búkollu. Nemendur máluðu tröll og unnu með samsett orð.

Kennslan er brotin upp með dansi, líkamsrækt eða einhvers konar hreyfingu. Í lok hvers dags stunda nemendur íhugun og slökun. Þegar viðrar fara nemendur út að renna, byggja snjóhús og leika sér.


Athugasemdir