Dagur íslenskrar tungu

Eins og segir í ljóðinu Íslenskuljóðið; á íslensku má alltaf finna svar. Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996. Dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur og því var þjóðfáni Íslendinga dreginn í heila stöng.

Nemendur komu saman á Sal og fræddust um daginn, Jónas Hallgrímsson og sungu saman nokkur lög. Nemendur lásu Íslenskuljóðið á nokkrum tungumálum sem eru töluð í skólanum; íslensku, ensku, pólsku, austurrísku, spænsku, grísku, litháísku og lettnesku.

Dagurinn markar upphaf Stóru upplestrarkeppninnar í sjöunda bekk.


Athugasemdir