Dagur íslenskrar tungu – elska & mamma

Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, samkvæmt tillögu menntamálaráðherra frá árinu 1996.

Dagurinn markar upphaf Stóru upplestrarkeppninnar í sjöunda bekk en nemendur fræddust um íslenska tungu, hlustuðu á fimmundasöng, Nínu aftur á bak og Íslenska stafrófið með nýmóðins hætti. Yngstu nemendur skólans ásamt unglingunum sungu hástöfum á söngsal. Nemendur fyrsta bekkjar unnu með ýmis orð, leiruðu og völdu fyndnasta orðið sem var prump, ljótasta orðið var fokk, fallegasta orðið var elska, uppáhaldsorðið var sund og algengast var orðið mamma. Nemendur í teymi fjögur og fimm unnu með sömu orðflokkka, teiknuðu þjóðfána og lituðu og unnu með orðarugl.

Undanfarið hefur læsisteymi skólans staðið kosningu eða vali á fallegasta orðinu í íslenskri tungu og algengasta orðinu í öllum árgöngum skólans. Niðurstaðan er að fallegasta orðið að mati nemenda skólans er orðið elska þar á eftir ljósmóðir og fjölskylda. Algengast var orðið mamma.

Til hamingju með daginn.

 


Athugasemdir