Dansað í kringum jólatréð

Nemendur dansa í kringum tréð í Salnum.
Nemendur dansa í kringum tréð í Salnum.

Nemendur fögnuðu saman á Litlu jólum í dag. Í upphafi hittust nemendur í sínum heimastofum til að eiga saman notalega stund áður en haldið var í Salinn. Jólasveinarnir úr Dimmuborgum litu í heimsókn og gerðu glens og gaman í nemendum. Að því loknu var dansað í kringum jólatréð við undirleik stórsveitar Tónlistarskólans. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá deginum.


Athugasemdir