Diskótek sem hæfniviðmið

Diskó friskó, diskó friskó.
Diskó friskó, diskó friskó.

Einn liður í fjáröflun fyrir skólaferðalag sjöunda bekkjar er að halda diskótek. Nýlega héldu nemendur bekkjarins diskótek en nemendur sjöunda bekkjar fara í skólabúðir í Mývatnssveit. Diskótek eiga sér langa sögu í Borgarhólsskóla en umsjónarkennarar hafa veg og vanda að skipulagningu í samstarfi við foreldra. Þema diskósins var kósý.

Í undirbúningi fyrir hvert diskótek skipta nemendur með sér verkum eftir áhuga og velja sér nefndarstörf, s.s. dansnefnd, leikjanefnd og miðasölunefnd. Að halda diskótek og undirbúa þau er eitt verkfæri sem skólinn notar til að ná hæfniviðmiðum aðalnámskrár grunnskóla eins og; að öðlast þekkingu sem tengist því að vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi og vera verklega sjálfbjarga í daglegu lífi en þeir skipuleggja leiki, setja saman lagalista, afgreiða í sjoppunni, útbúa verðlaun og auglýsingu svo dæmi séu tekin. Jafnramt eiga nemendur að tileinka sér þá hæfni að; vinna á sjálfstæðan, ábyrgan og skapandihátt undir leiðsögn og að geta átt jákvæð og eiga uppbyggileg samskipti og samstarf við annað fólk. En skipulagning og diskótekið sjálft krefst þess að nemendur starfi saman og vinni í hópum.


Athugasemdir