Flygildi að gjöf

Daniel Annisius, aðstoðarframkvæmdastjóri Gentle Giants afhendir Hjálmari Boga, deildarstjóra, dróna…
Daniel Annisius, aðstoðarframkvæmdastjóri Gentle Giants afhendir Hjálmari Boga, deildarstjóra, drónann að gjöf.

Loftmyndir og myndbönd af himni gefa aðra og nýja sýn á tilveruna. Nýlega gaf fyrirtækið Gentle Giants skólanum dróna til afnota. Tækið mun nýtast vel til að sýna frá starfi skólans á meira lifandi og fjölbreyttari hátt.

Við hugsum okkur að nota drónann til að taka loftmyndir og myndbönd af útivist, verkefnum nemenda og viðburðum. Þannig getur fólk fylgst enn betur með því sem gerist í skólanum. Við þökkum Gentle Giants kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

Borgarhólsskóli séð úr lofti.