Eigin lausnahjól

Hér eru margar lausnir.
Hér eru margar lausnir.

Uppeldisstefna skólans er Jákvæður agi. Grunnskólum er ætlað að tileinka sér og hafa uppeldisstefnu. Starfsfólk hefur farið á mörg námskeið bæði hérlendis og erlendis. Síðan árið 2013 hefur Jákvæður agi haft mikil áhrif á skólastarfið, s.s. bekkjarfundir, aukin áherlsa á samtal með virðingu og festu og lausnahjólið.

Nemendur í fjórða og fimmta bekk voru nýlega að vinna að Jákvæðum aga og hanna sitt eigið lausnahjól. Það er hugsað sem hjálp við að leysa vanda. Markmiðið er að auka sjálfstæði barnanna og ábyrgð í samskiptum við aðra þannig að börnin vinni á eign spýtur úr þeim vanda sem þau lenda í. Hvert lausnahjól var plastað og límt á borð hvers nemanda. Vinnan var mjög skemmtileg og aðeins lítið tannhjól í stóra samhenginu.

Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi.


Athugasemdir