Einn af hverjum fjórum

Konur eru blár og karlar bleikir.
Konur eru blár og karlar bleikir.

Alls störfuðu 169 grunnskólar á landinu skólaárið 2018-2019, sami fjöldi og árið áður. Einkaskólar voru 13 talsins. Það er til ansi mikið af tölulegum gögnum varðandi starfsemi grunnskólanna, s.s. hlutfall kennara með réttindi og leiðbeinendur, hlutfall nemenda með erlent ríkisfang o.fl.

Árið 2015 hafði hlutfall karlkyns kennara minnkað úr um fjórðungi niður fyrir fimmtung í grunnskólum landsins síðan 1998. En haustið 2015 voru 18,1% kennara við grunnskóla landsins karlmenn, eða 884 talsins. Karlkyns grunnskólakennarar eru í dag um 17 % félagsmanna í Félagi grunnskólakennara. Sömuleiðis hefur körlum í skólastjórastétt fækkað á sama tíma og fóru þeir úr því að vera 125 árið 1998 niður í 61 haustið 2015. Samkvæmt TALIS rannsókninni sem er framkvæmd af OECD þá er hlutfall kvenkennara á unglingastigi á Íslandi um 73%. Á Norðurlöndum er hlutfallið 66% að meðaltali. Á unglingastigi í Borgarhólsskóla er hlutfall kvenna nú við kennslu um 62%.

Hlutfall karlmanna við störf í Borgarhólsskóla hefur hins vegar hækkað talsvert síðastliðin ár. Þeir eru nú um fjórði hver starfsmaður skólans.


Athugasemdir