Endurmenntun starfsfólks

Starfsfólk Borgarhólsskóla og leikskólans Grænuvalla sækja reglulega sameiginleg námskeið til að efla samstarf og miðla þekkingu milli skólastiga. Þessi námskeið skapa tækifæri til að deila reynslu, læra nýjar kennsluaðferðir og styrkja tengsl leik- og grunnskóla. Slíkt samstarf stuðlar að faglegri þróun kennara, eykur sköpunargleði í kennslu og jákvæðu lærdómsumhverfi fyrir bæði nemendur og starfsfólk.

Á skipulagsdegi í vikunni sækja kennarar yngri nemenda og kennarar á leikskólanum Grænuvöllum námskeið í Byrjendalæsi sem er samvirk nálgun í læsiskennslu í fyrsta og fjórða bekk. Auk þess sækja kennara á eldri stigum námskeið sem kallast Læsi fyrir lífið, lestur og lestrarkennsla. Verkefnið miðar að því að efla læsiskennslu á mið- og unglingastigi með fjölbreyttum aðferðum. Aðferðin byggir á að nýta samvirkar læsiskennsluaðferðir og samþætta vinnu með orðaforða, lesskilning, lesfimi, ritun, samræðu, tjáningu og hlustun í skólastarfi.  

Allt starfsfólk sækir námskeið í tvítyngi/fjöltyngi í skólastofunni en það fjölgar mest í hópi nemenda sem hafa íslensku sem annað tungumál og er spennandi viðfangsefni skóla á Íslandi.