Enginn skóli út vikuna – No school this week - Nie ma szkoły w tym tygodniu.

Skólahald hefur verið fellt niður þessa vikuna. Vonast er til að skólastarf geti hafist næstkomandi mánudag, 11. október, með eðlilegum hætti. Þetta er gert í ljósi ástandsins í samfélaginu er varðar heimsfaraldur covid-19 og sóttkvíar hjá stórum hópi starfsfólks. Sömuleiðis er Frístund lokuð.

Við hvetjum alla sem hafa einhver einkenni að fara í sýnatöku. Enn fremur biðjum við fólk að huga að persónulegum sóttvörnum og forðast hópamyndanir. Við sem samfélag þurfum öll að leggja okkur fram í þessari baráttu og það gerum við best með því að huga að okkur sjálfum.

Þeir nemendur sem eru á leið í sýnatökur eftir sóttkví fá tölvupóst frá hjúkrunarfræðingi í gegnum Mentor með tímasetningum. Strikamerkin eru alltaf skráð klukkan 11 en þar sem mikill fjöldi er á leið í sýnatöku þá verður nemendum skipt niður í hópa og boðaðir á mismunandi tímum.

Áfram æðruleysi og elja.

 


Athugasemdir