Sóttvarnir - framhald skólastarfs

Á morgun mun skólastarf taka ákveðnum breytingum. Það er mikilvægt að halda vöku sinni og fara varlega þrátt fyrir fá smit á okkar svæði. Breytingar fela í sér að verja nemendur og starfsfólk og fækka smitleiðum. Við leggjum ríka áherslu að skólastarf nemenda taki eins litlum breytingum og kostur er. Sömuleiðis munum við efla sótthreinsun og þrif í skólanum og hefur hlutverk skólaliða aldrei verið eins mikilvægur hlekkur í skólastarfi og nú.

Hér fyrir neðan er samantekt til upplýsingar fyrir foreldra og nemendur um það helsta sem við erum að gera í Borgarhólsskóla þegar kemur að sóttvörnum.

  • Við förum eftir tilmælum almannavarna.
  • Aðgengi að spritti er mjög gott. Það er spritt í öllum kennslurýmum, við matsal, á bókasafni og á fleiri stöðum.
  • Starfsfólki er skipt upp í tvö hólf og reynt að halda hefðbundu skólastarfi.
  • Starfsfólk á að fara eins lítið og mögulegt er á milli kennslusvæða.
  • Starfsfólk nýtir fjarfundarbúnað þar sem því verður við komið.
  • 1m reglan er í gildi innan skólans á milli fullorðinna einstaklinga.
  • Samskipti nemenda á milli teyma eru takmörkuð. Nú eru fjórir matartímar til að aðgreina nemendur.
  • Það á enginn að koma inn í skólann nema eiga brýnt erindi eða vera með fundarboð.
  • Utanaðkomandi sem koma inn í skóla eiga að vera með grímu.
  • Ef nemandi gleymir einhverju heima sem hann þarf á að halda og þarf að koma til skila til hans skal hringja í skólann og starfsmaður skólans tekur á móti því.
  • Starfsfólki er skammtaður matur í hádegismat í mötuneyti.
  • Starfsfólk mötuneytis notar grímur við störf sín.
  • Nemendur og starfsmenn eiga að vera heima ef þeir finna fyrir einkennum sem gætu bent til Covid-19.
  • Mælst er til þess að nemendur komi ekki með nesti að heiman og nýti sér ávaxtastund. Það gildir þó ekki um hádegismat.
  • Frístund starfar með eðlilegum hætti.

Ef upp kemur smit í skólanum fer smitrakning í gang. Þá gæti farið svo að skólinn, allur eða að hluta, fari í úrvinnslusóttkví sem getur staðið yfir í allt að tvo til fjóra daga. Á þeim tíma er verið að rekja smit og hafa samband við þá sem þurfa að fara í sóttkví. Að lokinni úrvinnslusóttkví kemur í ljós hverjir þurfa að fara í sóttkví.

Allar upplýsingar koma frá skólanum ef til þessa kemur og munum við sjá til þess að foreldrar séu vel upplýstir í gegnum tölvupóst og öðrum leiðum ef þarf. Það er afar mikilvægt að foreldrar, nemendur og starfsfólk upplifi öryggi og viti að í Borgarhólsskóla er gætt er vel að sóttvörnum.

Förum varlega. Við vinnum þetta saman.


Athugasemdir