Að kryfja íslenska lambið

Nemendur kryfja hér lifur
Nemendur kryfja hér lifur

Nemendur tíunda bekkjar fengu það verkefni að kryfja nokkur líffæri íslenska lambsins. Verkefnið er liður í líffræðikennslu nemenda á unglingastigi. Nemendur fá tækifæri til að sjá, þreifa á og opna líffæri eins lifur, lungu, nýru, hjarta og eistu. Norðlenska varð okkur út um líffærin og þökkum við kærlega fyrir það.

Í kennslunni er fjallað um hlutverk samskonar líffæra í mannslíkamanum. Verkefnið er liður í að meta hæfniviðmið úr aðalnámskrá eins og að geta útskýrt hlutverk helstu líffæra og líffærakerfa mannslíkamans og að beita vísindalegum vinnubrögðum, s.s. tilraunum og athugunum á gagnrýninn hátt, við öflun upplýsinga innan náttúruvísinda. Nemendum þótti þetta áhugavert og sumir prófuðu að elda valin líffæri og smakka við mismikla hrifningu.

Nemendur fræðast um ýmis líffæri.

Björgvin blæs í lungu, smellið á myndina til að sjá. 

 


Athugasemdir