Tölfræði er skemmtileg

Nemendur sjöunda bekkjar
Nemendur sjöunda bekkjar

Síðustu daga hafa nemendur sjöunda bekkjar framkvæmt stærðfræðiverkefni þar sem unnið er með tölfræðiupplýsingar um nemendur skólans. Hér má sjá ýmsar áhugaverðgar og skemmtilegar niðurstöður.

Nemendur Borgarhólsskóla eru 290. Þar af eru 147 stelpur og 143 strákar.  Flestar stelpur eru í 5. og 7. bekk eða 18 en flestir strákar eru í 8. bekk, 20 talsins.  Fæstar stelpur eru hins vegar í 4. bekk, 8 talsins og fæstir eru strákar strákarnir eru í 3., 9. og 10. bekk eða 12 talsins.

Fjölmennastu árgangar skólans eru 5. og 8. bekkir en þar eru 36 nemendur. 4. bekkur er hins vegar fámennastur árganga með 21 nemanda.

Í skólanum eru 36 nemendur sem eiga erlent foreldri/foreldra og 26 nemendur eru vinstrihandar.

Flestir nemendur skólans byrja á bókstafnum H eða 40 talsins.  Næstalgengasti stafurinn er S en 28 nemendur byrja á þeim staf. 261 nemandi heitir tveimur nöfnum, 20 heita einu nafni og 3 heita þremur nöfnum.

Flestir nemendur skólans eiga afmæli í júlímánuði, 34 talsins og fæstir í janúar, 16 talsins. Flestir eiga afmæli 13. hvers mánaðar eða 16 nemendur en fæstir eiga afmæi 14. og 31. aðeins 3 nemendur.

Að lokum má segja frá því að 169 nemendur skólans búa í bleika hverfinu sem eru 58% af heildarfjöldanum , 78 nemendur búa í græna hverfinu sem eru 27% og 43 nemendur búa í appelsínugula hverfinu eða 15% nemenda skólans.

Í aðalnámskrá grunnskóla segir m.a. í stærðfræðikaflanum að nemandi geti við lok 7. bekkjar;

  • sett fram, meðhöndlað, túlkað og greint einföld reiknilíkön, teikningar og myndrit sem tengjast umhverfi hans og daglegu lífi,
  • safnað og unnið úr gögnum, miðlað upplýsingum um þau, m.a. með töflum og
  • myndritum og gert einfaldar tölfræðirannsóknir og dregið einfaldar ályktanir af þeim.


Athugasemdir