Eldvarnir í þriðja bekk

Nýlega kom Slökkvilið Norðurþings í heimsókn og voru með fræðslu um eldvarnir fyrir þriðja bekk. Nemendur fræddust um helstu eldhættur sem leynast á heimilum og hvernig bregðast eigi við ef upp kemur eldur.

Nemendur voru mjög áhugasamir og heimsóknin sóttist vel. Fulltrúar Slökkviliðsins komu færandi hendi og nemendur fengu gjafir frá liðinu; litabók, höfuðklút, endurskinsmerki og bók um Orra óstöðvandi: Bókin hennar Möggu Messi. En bókin er sérstaklega gerð í tengslum við þetta forvarnarverkefni. Við þökkum Slökkviliðinu kærlega fyrir komuna til okkar.