Engu að síður Verkstæðisdagur

Það er löng hefð fyrir Verkstæðisdeginum í Borgarhólsskóla. Hann byrjaði sem fastur liður í skólastarfinu fyrir kjör fyrstu konu í forsetaembætti. Skólinn er allajafna opinn öllum þennan skemmtilega dag enda skipar hann stóran sess í komu jóla. Markmiðið með deginum er að efla sköpunarhæfni og gleði og styrkja um leið tengsl heimilis og skóla.

Dagurinn var sannarlega frábrugðinn því sem við eigum að venjast en við reynum að halda í hefðir og þau gildi sem hann stendur fyrir eins langt og það nær.

Nemendur 10. bekkjar opnuðu kaffihús í sal skólans fyrir aðra nemendur skólans. Boðið var upp á vöfflu með rjóma og sultu. Víða fóru nemendur í einskonar hringekju innan síns teymis og föndruðu hverskonar jólaskraut.

Hér má sjá nokkrar myndir.

 


Athugasemdir