Foreldradagurinn 2020

Heimili og skóli, landssamtök foreldra og SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátakið um örugga og jákvæða tölvu- og nýmiðlanotkun barna og unglinga á Íslandi býður upp á áhugaverð og spennandi erindi fyrir foreldra. Í ljósi aðstæðna er dagurinn er dagurinn með öðru sniði og boðið upp á fyrirlestur á netinu. Fyrirlestrarnir eru opnir öllum.

Við hvetjum foreldra sem og aðra áhugasama til að nýta sér þessa fyrirlestra. Fjallað verður um ábyrga nethegðun og persónuvernd, aukna vellíðan og seiglu ungmenna og stafræna borgaravitund foreldra. Erindin verða gerð aðgengileg á youtube- og facebooksíðum Heimilis og skóla og SAFT .

Fyrirlestrarnir eru aðgengilegir á facebook, sjá HÉR.


Athugasemdir