Foreldrar til fyrirmyndar

Fyrsti bekkur saman á öskudegi
Fyrsti bekkur saman á öskudegi
Foreldrar nemenda fyrsta bekkjar eru með lokaðan hóp á samfélagsmiðlum. Umsjónakennarar eru sömuleiðis í hópnum. Þar fara fram samskipti vegna ýmissa mála. Fyrir öskudag settu foreldrar inn hugleiðingar vegna dagsins vegna skiplags, ráðstafanir með bæjarferð o.fl. Þar kom fram mikilvægi þess að skilja engan útundan.

Foreldrar nemenda fyrsta bekkjar eru með lokaðan hóp á samfélagsmiðlum. Umsjónakennarar eru sömuleiðis í hópnum. Þar fara fram samskipti vegna ýmissa mála. Fyrir öskudag settu foreldrar inn hugleiðingar vegna dagsins vegna skiplags, ráðstafanir með bæjarferð o.fl. Þar kom fram mikilvægi þess að skilja engan útundan.

Foreldrar allra barnanna sýndu viðbrögð og ræddu skipulag öskudagsins með það að markmiði að börnin upplifi ánægjulegan dag. Niðurstaðan varð sú að foreldar myndu fara með krökkunum og hópurinn fari saman sem einn hópur eða tveir. Þeir foreldrar sem komust tóku við ábyrgð á öllum í hópnum.

Hópurinn hittist við skólann í hádeginu og bæjarferðin skipulögð, hvort betra væri að skipta hópnum í tvennt eða allir sem saman. Krakkarnir voru sjálfir orðnir spenntir fyrir að fara öll saman og vildu fara öll saman að syngja og safna nammi. Foreldrar skipulögðu ferðaplanið og síðan rölt af stað.

Hópurinn söng skólasöng skólans sem hitti víða í mark enda alltaf sunginn á söngsal. Sömuleiðis sungu krakkarnir do-re-mí-fa-so-la-tí-do, Litalagið og Mamma pakita, lög sem krakkarnir kunna úr skólanum og notuðu á skólasamkomu. Foreldrar pössuðu upp á hópinn, aðstoðuðu við að velja lag á hverjum stað og hvetja krakkana til kurteisi. Eins og foreldrar orðuðu það sjálfir; „það okkar foreldra að skipuleggja daginn með börnunum og tryggja að öll börn eigi ánægjulegan dag“.

 

Myndir frá 640.is


Athugasemdir