Forseti Íslands í heimsókn

Forsetinn ræðir við unglingana
Forsetinn ræðir við unglingana

Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson heimsótti skólann okkar í dag. Nemendur fjórða og fimmta bekkjar tóku á móti honum í anddyri skólans með söng hvar þeir fluttu skólasönginn okkar. Hann fékk kynnisferð um skólann og starfsemi hans.

Hann ræddi við níundu bekkinga um forvarnir, mikilvægi heilbrigðs lífstíls, tungumálið okkar og spjallaði við hópinn. Þá leit hann við í kennslustund hjá sjöunda bekk og á tónlistarkennslu yngstu nemenda hjá Tónlistarskóla Húsavíkur. Að lokum fékk hann sér nautagúllas í mötuneytinu eftir margar fimmur og myndatökur. Við þökkum forsetanum kærlega fyrir komuna í skólann okkar.


Athugasemdir