Framlag nemenda til Unicef

Í staðinn fyrir jólapúkk með smágjöfum gáfu nemendur Unicef peningagjöf í umslagi. Þegar framlag hvers og eins nemanda er sett í púkk söfnuðu þeir samtals 192.753 kr. Einhverjir nemendur hyggjast skila sínu umslagi í upphafi næstu viku.

Við þökkum nemendum fyrir framlag þeirra til málefnisins en upphæðinni verður komið til Unicef á næstu dögum.


Athugasemdir