Fulltrúi lands og þjóðar

Alekss Kotlevs í aftari röð, fjórði f.v. í liðstreyju númer 2.
Alekss Kotlevs í aftari röð, fjórði f.v. í liðstreyju númer 2.

Unga fólkið stendur sig víða vel. Nemendur skólans hafa farið á úrtaks- og landsliðsæfingar og valin til að keppa fyrir land og þjóð. Alekss Kotlevs, nemandi í níunda bekk hefur iðkað knattspyrnu með Völsungi í mörg ár. Hann var valinn í U15 hóp fyrir UEFA Development Tournament. U15 landsliðið hefur keppt tvo leiki og sigraði Lúxemborg í gær en síðasti leikur liðsins fer fram á sunnudag gegn Slóveníu en mótið fer fram þar.

Það er mikil lífsreynsla fyrir unga einstaklinga að taka þátt í svona verkefni. Við óskum Alekss alls hins besta og hvetjum unga fólkið til dáða í sinni íþróttaiðkun.


Athugasemdir