Fullveldishátíð

Íslendingar fagna 100 ára afmæli fullveldis Íslands 1. desember næstkomandi. Hann ber upp á laugardag. Líkt og margir aðrir skólar landsins þá fagnar Borgarhólsskóli þessum áfanga. Dagurinn var því settur sem nemendadagur á skóladagatalinu fyrir yfirstandandi skólaár.

Nemendur mæta í skólann klukkan tíu til að undirbúa opinn dag í skólanum sem hefst klukkan tólf. Þá er skólinn opinn öllum bæjarbúum þar sem afrakstur þemadaga verður til sýnis. Norðurþing býður nemendum, starfsfólki og gestum upp á kaffi og kleinur. Sömuleiðis verður boðið upp á fjöldasöng og sitthvað fleira.

Skóladagatal skólans var kynnt í upphafi árs. Það var lagt fyrir Skólaráð þar sem nemendur og foreldrar eiga sína fulltrúa. Þaðan fer það til Fjölskylduráðs sveitarfélagsins. Eftir samþykki allra í ferlinu er það birt á heimasíðu skólans.


Athugasemdir