Fyrsta skóflustungan að húsnæði fyrir félagsmiðstöð og frístund

Elsti og yngsti nemandi skólans tóku fyrstu skóflustunguna að nýju húsnæði sem mun hýsa félagsmiðstöð og frístund. Nýlega bauð sveitarfélagið Norðurþing út verkið og var Trésmiðjan Rein með lægsta tilboð í verkið sem var 97% af kostnaðaráætlun. Verklok eru áætluð í upphafi júní 2026. Flatarmál húsnæðisins er 875 m2.

Þau Julia Maria Dlugosz nemandi í fyrsta bekk og Sveinn Jörundur Björnsson nemandi í tíunda bekk og tóku fyrstu skólfustunguna að viðstöddu nemandum skólans og gestum. En í byggingunni verður ný aðstaða félagsmiðstöðvar og frístundar með tengigangi að jarðhæð Borgarhólsskóla og því innangengt milli nýja húsnæðisins og skólans.

Julia Maria og Sveinn Jörundur í gröfunni ánægð með dagsverkefnið