Góð gjöf sem gleður

Lionshreyfingin er alþjóðleg hreyfing.
Lionshreyfingin er alþjóðleg hreyfing.

Nýlega barst skólanum góð gjöf frá Lionshreyfingunni á Íslandi. Fyrsti Lionsklúbburinn á Íslandi var stofnaður 1951 og starfa rúmlega 80 klúbbar víðsvegar um landið. Í umdæminu sem nær frá Siglufirði til Vopnafjarðar starfa níu klúbbar með yfir 200 félögum. Lionsklúbbar beita sér mest fyrir málefnum í heimabyggð og styrkja við ýmis málefni.

Fyrsta konan til að gegna starfi alþjóðaforseta Lionshreyfingarinnar er Guðrún Björt Yngvadóttir en hreyfingin starfar í meira en 200 löndum. Hún var í heimsókn í umdæminu og að því tilefni ákváðu klúbbarnir að gefa ákveðna fjárhæð á hvern nemanda í grunnskóla til bókakaupa á skólabókasöfn. Til Borgarhólsskóla renna 120 þúsund krónur sem nýtast vel og færum við hreyfingunni og Lionsklúbbi Húsavíkur okkar bestu þakkir.


Athugasemdir