Göngu- & útivistardagur

Á göngu
Á göngu
Það er árviss viðburður að nemendur skólans fari í lengri gönguferðir og njóti útiveru með skipulögðum hætti í upphafi hvers skólaárs. Verkefnið er liður í að fagna degi íslenskrar náttúru sem er haldinn 16. september ár hvert. Markmið göngudagsins falla vel að grunnþáttum menntunar í heilbrigði og velferð en þar er lögð áhersla á að leiðbeina nemendum um að temja sér heilbrigða lífshætti og ábyrga umgengni við líf og umhverfi. Markvisst hreyfiuppeldi leggur grunn að líkamlegri, andlegri og félagslegri færni nemenda.

Það er árviss viðburður að nemendur skólans fari í lengri gönguferðir og njóti útiveru með skipulögðum hætti í upphafi hvers skólaárs. Verkefnið er liður í að fagna degi íslenskrar náttúru sem er haldinn 16. september ár hvert. Markmið göngudagsins falla vel að grunnþáttum menntunar í heilbrigði og velferð en þar er lögð áhersla á að leiðbeina nemendum um að temja sér heilbrigða lífshætti og ábyrga umgengni við líf og umhverfi. Markvisst hreyfiuppeldi leggur grunn að líkamlegri, andlegri og félagslegri færni nemenda.

Í ár bar göngudaginn upp miðvikudaginn 12. september og var veður með ágætum þennan dag, nokkuð þurrt, hægur vindur og sólarglenna af og til eftir rigningu síðustu daga.

Það eru margar áhugaverðar og skemmtilegar gönguleiðir í kringum Húsavík. Nemendur fyrsta bekkjar notuðu daginn í sundlauginni til að leika og skemmta sér. Nemendur annars og þriðja bekkjar gengu upp Ásgarðsveginn og norður eftir göngustígnum í fjallinu og áð í skógarreitnum og tekið nesti. Að því loknu gengið niður að skóla og farið í leiki á fótboltavellinum. Nemendur í fjórða & fimmta bekk gengur niður í Stangabakkafjöru og upp að Sjóböðum þar sem þeir fengu sér nesti. Þaðan var gengið upp í Skálamelsskóg og svo endað í ratleik í kringum skólann.

Sjöttu og sjöundi bekkur gekk sem leið lág upp á topp Húsavíkurfjalls eftir veginum og niður að austanverðu. Gangan var nokkuð löng og nemendur þreyttir að henni lokinni. Þoka gerði gönguna erfiðari.

Það eru forréttindi að búa í námunda við Vatnajökulsþjóðgarð. Nemendur áttunda til tíunda bekkjar fóru með rútu upp í þjóðgarðinn og gengu niður frá Vesturdal niður í Ásbyrgi. Um 13 kílómetra leið ásamt sex kennurum. Þó var blautt á eftir rigningar næturinnar en hvorki nemendur né kennarar létu það á sig fá. Það þykir visst ævintýri að koma fram á bjargbrún og líta yfir byrgið og sömuleiðis að fara niður Tófugjánna. Náttúran skartaði fallegum haustlitum og sóttist gangan vel og voru nemendur sælir að henni lokinni.


Athugasemdir