Grautur að morgni

Nemendur taka vel til matar síns að morgni
Nemendur taka vel til matar síns að morgni

Nemendum og starfsfólki býðst nú að fá sér hafragraut í upphafi skóladags. Yngri nemendur skólans fá sér graut áður en skóli hefst klukkan korter yfir átta. Eldri nemendur ljúka einni kennslustund og fá sér svo graut í fyrri frímínútum korter yfir níu. Þessi viðbót í þjónustu við nemendur fer vel af stað og nemendum og starfsfólki líkar vel.


Athugasemdir