Gýs upp áhugi

Nemendur sjötta bekkjar með Skjálfanda í baksýn
Nemendur sjötta bekkjar með Skjálfanda í baksýn

Það gýs enn á Reykjanesi. Í morgun opnaðist um þriggja kílómetra gossprunga austur af Svartsengi þar sem landris hefur mælst tæpur sentimetri á sólarhring undanfarna daga. Nemendur sjötta bekkjar fengu nýlega fræðsluerindi um eldsumbrotin á Reykjanesi, bæði söguleg og það sem er að gerast þessa stundina. Auk þess almennt um jarðfræði, jarðskjálfta og eldsumbrot.

Vegna frétta morgunsins fóru nemendur sjötta í um þriggja kílómetra göngu sem nemur gossprungunni sem opnaðist í morgun enda fallegt veður á Húsavík. Krakkarnir sýna viðfangsefninu mikinn áhuga og fylgjast spennt með.


Athugasemdir