Hefðbundið skólastarf við nýjar aðstæður

Skólastarf gengur með hefðbundnum hætti í skólanum okkar þó að aðstæður hafi sannarlega breyst. Við viljum þakka foreldrum og nemendum fyrir tillitssemi vegna þessa. Það er mikilvægt að skólastarfið, námið sjálft gangi eins eðlilega fyrir sig og kostur er. Í upphafi dags þvo nemendur sér um hendur og spritta. Við notum verkfæri Jákvæðs aga eins og bekkjarfundi og -sáttmála enda nemendur mikið saman yfir daginn. Sömuleiðis er nokkuð um uppbrot, útiveru og hreyfingu bæði innandyra sem utan.

Nemendur hafa haft aukin áhrif á eigið nám og komið með hugmyndir um hvað þeir vilja læra þennan tíma fram að páskum hvar unnið er með skert skólahald. Nemendur hafa teiknað veiruna og tjáð sig um hana í ræðu og riti. Við höldum áfram yndislestri og hefðbundnum bóklegum námsgreinum. Við höfum talsvert unnið með upplýsingatækni og beitt samskiptum gegnum internetið. Nemendur hafa gert hverskonar verklegar tilraunir, dansað og búið til myndbönd.

Í mörgum hópum sjá nemendur um þrif á völdum svæðum, þurfa að losa ruslið sjálfir og bera margskonar ábyrgð á veru sinni á sínum svæðum. Við birtum nokkrar myndir til gamans.

Þó að lyftan sé farin úr Melnum er hann skemmtilegt leiksvæði


Athugasemdir