- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
- Byrjendalæsi
Nemendur sjöunda bekkjar læra um orku og auðlindir um þessar mundir. Þau fræðast um mismunandi orkuform, hvaðan orkan sem þau nota kemur og muninn á endurnýjanlegum og óendurnýjanlegum orkugjöfum. Samhliða því læra þau um rafmagn og segla og setja upp einfaldar rafrásir.
Í vikunni framkvæmdu nemendur tvær verklegar tilraunir þar sem unnið var með mismunandi orkuform; varmaorku og fjaðurorku. Nemendur þurftu að mæla hitastig á vissum tímum og við mismunandi aðstæður, ræða mælingar og orkutap. Sömuleiðis áttu nemendur að hanna og smíða bíl þannig að rennsli yrði sem best. Síðan var vegalengd bílanna mæld og af hverju þeir fóru mislangt.
Virkilega skemmtileg vinna með áhugasömum nemendum.



|
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
