Hringekja kennslustundar

Skólastarf Borgarhólsskóla er mjög fjölbreytt. Nemendur annars bekkjar fara gjarnan í hringekju í náminu. Við innlit í eina kennslustund var stöðvavinna í gangi. Nemendur fóru á milli stöðva þar sem unnið var með stafi og íslensk fjöll, önnur þar sem unnið var í osmo sem er upplýsingatækni og stærðfræði og loks stöð hvar unnið er með félagsfærni, virka hlustun og virðingu.

Með þessu formi er íslenskri tungu blandað saman við samfélagsgreinar, stærðfræði, upplýsingatækni og lífsleikni auk þess uppeldisstefnuna okkar jákvæðum aga. Í upphafi kennslustundar fengu nememdur innlögn um inntak kennslustundarinnar til að stuðla að öryggi við námið. Kennslustundin var hin ágætasta og sóttist vel.