Hvar er Bjarnabúð?

Húsavík um 1900
Húsavík um 1900

Átthagafræðihugtak er sótt til fyrri tíma þar sem markmiðið er að fræða nemendur um nærumhverfi, samfélag og menningu. Það er ein undirstaða náms og þroska á ótal sviðum og tengist alls konar viðfangsefnum. Í aðalnámskrá er lögð áhersla á hlutverk og þátttöku hvers skóla í samfélagi og að finna skuli leiðir til þess að rækta og efla þau tengsl.

 

Nemendur áttunda bekkjar þreyttu skemmtilega keppni í vikunni. Þeir áttu fara um bæinn og finna hin og þessi hús í miðbæ Húsavíkur. Nemendum var skipt í hópa og síðan var gefið upp nafn á húsi, s.s. Bjarnabúð, Hulduhóll, Bali og Valberg. Nemendur ýmist leituðu á netinu, ræddu við vegfarendur eða fóru inn í stofnanir og fyrirtæki til að spyrjast fyrir. Þegar hópur taldi sig hafa fundið rétt hús þurfi að taka mynd og senda heim í skóla til að fá það staðfest. Ef svo var fengu allir hópar send fyrirmæli með næsta húsi sem þurfi að finna. Krakkarnir stóðu sig reglulega vel og höfðu gaman af. Um leið að kynnast bænum sínum, húsum og menningu til að geta fylgst með breytingum sem verða í framtíðinni.


Athugasemdir