Hvetja til heimalesturs með allskonar

Það er gaman að lesa í baði
Það er gaman að lesa í baði

Lestur er grundvallaratriði. Lestur og menntun helst í hendur og menntunarstig Íslendinga er mál allra landsmanna svo við hvetjum börnin okkar til lestrar allt árið um kring. Foreldrar eru miklar fyrirmyndir. Kennarar í fyrsta bekk hafa sett nemendum fyrir hvers konar fyrirmæli við lesturinn; að lesa í baði, upp á eldhúsbekk, með derhúfu, undir teppi með vasaljós, með sólgleraugu og með frjálsri aðferð.

Fyrirmælin birtast á vefsvæði árgangsins. Fimm verkefni í hverri viku. Að lestri loknum eiga nemendur að birta mynd af sér leysa verkefnið. Þetta hefur gefið mjög góða raun og nemendur áhugasamir um lesturinn og verkefnin hverju sinni. Þeir bíða svo spenntir eftir næsta verkefni. Við látum fylgja með nokkrar myndir.


Athugasemdir