Í leit á Miðjarðarhafi

Varðskipið Týr þar sem 18 manns eru í áhöfn en tók mest um 250 manns um borð.
Varðskipið Týr þar sem 18 manns eru í áhöfn en tók mest um 250 manns um borð.

Bæði nemendur áttunda og tíunda bekkjar hafa verið að fjalla um flóttafólk í samfélagagreinum. Þá er unnið með skilgreiningar á hugtökum eins og kvótaflóttafólk, efnahagsflóttafólk og leitað skýringa á hvers vegna fólk er á flótta en um 60 milljónir manna eru á flótta víða á Jörðinni. Nemendur hafa kannað hvernig flóttafólk ferðast, hvar það leitar skjóls og hvert förinni er heitið.

Á undanförnum árum hafa aðstæður flóttafólks sem ferðast frá Norður-Afríku yfir til Evrópu um Miðjarðarhaf verið talsvert til umræðu. Við fengum hann Einar Valsson, skipstjóra á varðskipinu Tý og starfsmann Landhelgisgæslunnar í heimsókn til að hitta nemendur, fræða þá um starfið en hann sigldi skipi sínu niður til Miðjarðarhafs og sinnti þar landamæravörslu og eftirliti á erfiðum tímum. Sem aðili að Schengen-samkomulaginu þá hafa Íslendingar skyldu að taka þátt í landamæravörslu á ytri landamærum.

Hann sagði nemendum frá ferðum gæslunnar og sýndi þeim myndir. Það vöknuðu ótal spurningar hjá nemendum og var erindi Einars afar áhugavert en hann er einmitt búsettur á Húsavík. Við þökkum honum kærlega fyrir heimsóknina og deila reynslu sinni til nemenda.


Athugasemdir