- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
Tilveran kemst nú í fastari skorður og skólastarf að hefjast. Skólabyrjun er með nokkuð hefðbundnum hætti. Fyrsti skóladagur verður næstkomandi fimmtudag kl. 9:00 fyrir nemendur 1. – 4. bekkjar og nemendur 5. – 10. bekkjar mæta í skólann kl. 10:15. Við ráðgerum að hefja skólastarfið utandyra við eina ingang nemenda í skólann, við gamla inngang að sunnanverðu. Öll munu ganga inn um þann inngang í upphafi skólaárs vegna framkvæmda.
Eftir skólabyrjun fara nemendur í sínar heimastofur og hitta umsjónarkennara.
Vegna framkvæmda má búast við truflun en bæði er unnið að byggingu félagsmiðstöðvar og frístundaheimilis auk framkvæmda við vörumóttöku og vinnulyftu við mötuneyti. Það tryggir stýringu og aðkomu að mötuneyti.
Það eru breytingar á skólastarfi vegna morgunverðar. Nemendur hitta fyrst kennarana sína og fara svo með þeim í morgunmat. Vegna þessa urðu breytingar á stundatöflu, frímínútum fækkað en lengri í senn. Auk þess hefst skólastarf kl. 8:10 að morgni hvers dags í stað 8:15. Skólinn opnar kl. 7:50 að morgni.
Við hlökkum til skólaársins með öllum. Hver byrjun er tækifæri – tækifæri til að læra, vaxa og byggja saman upp sterkara skólasamfélag. Við erum öll hluti af skólasamfélaginu og framlag hvers okkar skiptir máli.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |