- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
- Farsæld barna
- Byrjendalæsi
Nemendur fjórða bekkjar læra um eldfjallaeyjuna Ísland og nota kennslubókina Halló heimur. Þar er m.a. unnið með kort og áttir, landshluta, há- og láglendi, stærstu vötnin og hvar fólkið býr. Samhliða þessu er unnið með hnitakerfi og mælingar í stærðfræði. Þetta rímar við áherslur barnamenningarhátíðar sem fór fram á Húsavík fyrir skemmstu.
Lokahnykkur í þemanu var að útbúa bækling hvar nemendur merktu inn á kort, framkvæmdu tilraunir með myntutöflum, matarsóda og gosi. Verkefnið var mjög skemmtilegt og fræðandi og tengist tíðum eldgosum á Íslandi.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |