Íslandsmeistari í hlaupi

Elísabet á verðlaunapalli. Mynd HSÞ.
Elísabet á verðlaunapalli. Mynd HSÞ.

Nýlega fór fram meistaramót innanhúss í frjálsum íþróttum ellefu til fjórtán ára. Um er að ræða mótaröð en Héraðssamband Þingeyinga átti sex fulltrúa sem allir stóðu sig með sóma.

Elísabet Ingvarsdóttir, nemandi í fimmta bekk varð í þriðja sæti í 60 metra hlaupi en 600 metra hlaupi gerði hún sér lítið fyrir og sigraði með yfirburðum. Hún hljóp á 2 mín., 4,71 sek. og því íslandsmeistari í þessari grein. Sömuleiðis er þetta persónulegt met hjá henni. Við óskum henni til hamingju og hvetjum nemendur áfram til dáða.


Athugasemdir