Íslenskukennsla er mikilvæg

Nemendum í skólanum okkar fjölgaði um rúm 5% sem er sannarlega ánægjulegt. Mest fjölgar nýjum nemendum, fyrir utan fyrsta bekk, með annað móðurmál en íslensku.

Nemendur úr öðru menningarumhverfi auðga mjög skólastarfið okkar og veita okkur tækifæri til að fást við ný og krefjandi verkefni. Hér eru þeir Örn frá Thailandi, Frank frá Spáni og Reymond frá Nígeríu í íslenskukennslu hjá Heiðu Guðmundsdóttur. Þeir fóru í heimsókn á Safnahúsið í gær og voru að vinna úr þeirri ferð. Um leið eiga sér stað samskipti um færni og hvers konar hluti sem til þarf. Notast er við spjaldtölvu til að setja inn setningar og hlusta á sitt eigið móðurmál. Í þessum samskiptum og kennslu nemenda með íslensku sem annað tungumál er það þolinmæði sem gildir.

Tæplega 10% nemenda skólans koma úr öðru málumhverfi eða eru með íslensku sem annað tungumál. Nemendur skólans tala átta tungumál auk íslenskunnar.


Athugasemdir