Jólasöngsalur með gestum og gangandi

Fullt var út úr dyrum á jólasöngsal skólans
Fullt var út úr dyrum á jólasöngsal skólans

Það er löng hefð fyrir söngstund á Sal skólans. Í morgun buðum við gestum að vera með á jólasöngsal og fylltist salurinn af fólki sem vildi njóta þessarar stundar með okkur. Við þökkum fólki kærlega fyrir komuna. Ásta Magnúsdóttir leikur undir á flygilinn ásamt léttsveit frá Tónlistarskóla Húsavíkur.


Athugasemdir