Kirkjan svarar nemendum

Húsavíkurkirkja var vígð árið 1907
Húsavíkurkirkja var vígð árið 1907

Á þemadögum í nóvember síðastliðnum fengust nemendur við jafnrétti í víðum skilningi. Yngstu nemendur skólans könnuðu aðgengi að stofnunum og fyrirtækjum á Húsavík. Þeir fóru í vettvangsferðir, unnu minnisblað og gerðu nokkrar athugasemdir. Nemendur sendu stofnunum og fyrirtækjum bréf með athugasemdum sínum.

Þær Laufey Kristín í þriðja bekk og Sigrún Stella í öðrum bekk rituðu Húsavíkurkirkju og sóknarnefnd formlegt og skemmtilegt bréf vegna aðgengismála að kirkjunni. Sjá mynd hér að neðan. Þeim stöllum barst svarbréf fyrir jól undirritað af Helgu Kristinsdóttur, formanni sóknarnefndar og séra Sólveigu Höllu Kristjánsdóttur, sóknarpresti.

Í bréfinu koma fram þakkir til nemenda vegna málsins og að erindi þeirra verði tekið fyrir á næsta fundi sóknarnefndar. Auk þess eru gefnar upp skýringar á því hvers vegna erfiðlega gengur að bæta aðgengi fyrir fólk í hjólastólum að kirkjunni okkar. Þá þakka fulltrúar kirkjunnar nemendum sérstaklega fyrir bréfið og það þrýsti á nauðsynlegar úrbætur. Eins kemur fram að kirkjan hyggst upplýsa nemendur um framgang málsins.


Athugasemdir