Klifur í síldarverksmiðju

Helgi Jóel í klifurveggnum
Helgi Jóel í klifurveggnum

Einn besti inniklifurveggur landsins er í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri við Eyjafjörð. Frá því að á Hjalteyri var byggð stærsta síldarverksmiðja Evrópu árið 1937 hefur hlutverk þess húsnæðis tekið miklum breytingum. Þar er nú stórt sýningarrými fyrir listsýningar og aðra viðburði, köfunarskóli og það nýjasta, kraftlyftinga og klifuraðstaða.

Klifur snýst að miklu leyti um klifurþrautir. Við bjóðum upp á klifur sem skylduvalgrein á unglingastigi. Það er klifurveggur í Íþróttahöllinni á Húsavík en í lok skólaárs var ákveðið að fara í meira krefjandi verkefni. Klifurhópurinn fór í heimsókn á Hjalteyri í dag til að klifra og leysa hverskonar þrautir. Ferðin var hin skemmtilegasta og verkefnið ærið.


Athugasemdir