- Skólinn
- Nemendur
- Foreldrar
- Jákvæður agi
- Bland í Borgó
Elsta dæmi um nafnorðið læsi í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá árinu 1982 en dæmi um lýsingarorðið læs eru frá 17. öld og á það sér því miklu lengri sögu í málinu. Merking hugtaksins læsi byggist á því að vera læs á ritað mál en getur haft nokkuð víðari og margþættari merkingu. Skólinn hefur tekið upp smáforritið Læsir sem heldur utan um lestur nemenda, hversu oft lesið er og hve margar mínútur. Læsir safnar bókum sem nemendur lesa í rafræna bókahillu og hægt að nálgast upplýsingar eftir vikuna, á mánuði og síðan á skólaári.
Foreldrar fengu upplýsingar um innskráningu í upphafi skólaárs og við væntum þess að foreldrar skrái börn sín. Verkefnið er til prufu á þessu skólaári en forritið er í þróun og býður upp á skemmtilegar nýjungar og upplýsingar. Markmiðið er hvatning til aukins lesturs og að heimalestur verði ánægjulegri. Allar nánari upplýsingar veitir Arna Ásgeirsdóttir, verkefnastjóri stoðþjónustu.
Mikilvægi lesturs þarf vart að útskýra en við vonum að foreldrar taki þátt í þessu með okkur til að ná fram aukinni ánægju af lestir og auknum árangri nemenda.
Skólagarði 1 | 640 Húsavík Sími á skrifstofu: 464-6140 Netfang: skoli@borgarholsskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |