Lalli & töframaðurinn

Yngri nemendur skólans fóru á leiksýningu í Sal skólans í morgun. Verkefnið List fyrir alla er verkefni stjórnvalda til að skapa skilyrði fyrir fjölbreytni, sköpun og frumkvæði á sviði lista. Verkefninu er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag.

Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum. Á þennan hátt er menningarframboð aukið enn frekar og stuðlað að samstarfi listamanna og listahópa með börnum og ungmennum landsins þar sem gæði og fagmennska eru höfð að leiðarljósi. Listviðburðirnir og listefnið skal í öllum tilfellum vera unnir af fagfólki og bestu mögulegu gæðum.

Sýningin Lalli & töframaðurinn fór fram í morgun við mikinn fögnuð nemenda. Sýningin hleypir áhorfendum á bakvið tjöldin við uppsetningu töfrasýningar og veitir þeim einstaka innsýn í töfrandi heim leikhússins með öllum þeim óvæntu uppákomum og leikhústöfrum sem eiga sér stað í því ferli. Sýnendur eru þeir Lárus Blöndal og Fjölnir Gíslason í leikstjórn Ari Freyr Ísfeld. Við þökkum þeim fyrir komuna og skemmtilega sýningu.

 


Athugasemdir