Lífið er of stutt fyrir eitthvað rugl

Hér eru þær Hrefna Ósk, Elísabet og Hildur Gauja ásamt forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni.
Hér eru þær Hrefna Ósk, Elísabet og Hildur Gauja ásamt forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni.

Forvarnardagurinn er haldinn á hverju hausti og þá er sjónum sérstaklega beint að ungmennum í 9. bekk og á fyrsta ári í framhaldsskóla. Á Forvarnardaginn ræða nemendur um nýjustu niðurstöður rannsókna á þeirra aldurshóp og hugmyndir sínar um samveru, íþrótta- og tómstundastarf og því að leyfa heilanum að þroskast og hvaða áhrif þessir verndandi þættir hafa á líf þeirra.

Embætti landlæknis stendur að deginum í samstarfi við embætti forseta Íslands, Reykjavíkurborg, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Skátana, Ungmennafélag Íslands, Rannsóknir og greiningu, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samfés, Heimili og skóla og Samstarfi félagasamtaka í forvörnum.

Nemendur geta skilað inn myndbandi, veggspjaldi eða öðru efni sem tengist deginum.

Þrjár stúlkur tóku sig saman og gerðu ansi skemmtilegt verkefni og sendu í verðlaunaleik forvarnardagsins. Það er skemmst frá því að segja að þær sigruðu keppnina og tóku á móti verðlaunum hjá forseta Íslands á Bessastöðum. Þær Elísabet Ingvarsdóttir, Hildur Gauja Svavarsdóttir og Hrefna Ósk Davíðsdóttir sömdu texta við lag Pollapönks, Burtu með fordóma og útbjuggu myndband með söng.

Það er best að bíða með áfengið, veipið og tóbakið.

Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og þökkum þeim fyrir sitt framlag.

 

Hér má sjá sigurverkefnið á forvarnardeginum 2022

Þær stöllur á Bessastaðahlaðinu

Hr. Guðni Th. Jóhannesson og Dr. Alma Möller landlæknir ásamt nemendum okkar.

Stúlkunum var boðið á Bessastaði ásamt foreldrum sínum.


Athugasemdir