Litlu jól og jólafrí

Litlu jólin eru notaleg hefð í mörgum grunnskólum landsins. Þau voru nú með hefðbundu sniði og án takmarkana sem er ánægjulegt. Í upphafi dags komu allir nemendur skólans saman á söngsal og var öllum boðið upp á kakó í dag. Nemendur spiluðu, tók þátt í bingó og hittu jólasveinana úr Dimmuborgum sem sprelluðu með nemendum á Sal og kringum jólatré skólans.

Nemendur halda nú í jólafrí eftir daginn í dag.


Athugasemdir